Ég er búin að vera með þunnan niðurgang í níu daga

Kæri Doktor.is

Ég er búin að vera með þunnan niðurgang í níu daga. Er það eðlilegt?

Bestu kveðjur

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Ef um er að ræða vatnsþunnann niðurgang allann tímann skaltu endilega ráðfæra þig við heilsugæsluna

Hvað er niðurgangur?

Niðurgangur lýsir sér í þunnum og tíðum hægðum í miklu magni (meira en 200g á sólarhring). Niðurgangur getur komið skyndilega og án fyrirvara og stendur þá oftast stutt. Flestir fá einhvern tíma niðurgang. Niðurgangur er oftast af völdum veiru- eða bakteríusýkinga. Niðurgangur getur einnig verið langvinnur (lengur en 2-3 vikur). Í heiminum deyja 7 börn hverja mínútu af völdum niðurgangs (lélegt drykkjarvatn og vannæring).

Hvað er til ráða?

  • Við bráðum niðurgangi: Drekktu mikið (gjarnan 3-4 lítra daglega). Gott er að fá sér drykki sem innihalda sykur og sölt (powerade eða gatorade). Vökvainntaka er nóg þegar þvagið er orðið ljósgult.
  • Fáðu þér eitthvað sem inniheldur salt (t.d. súpu, snakk o.þ.h.)
  • Fylgstu vel með hættumerkjum.
  • Gættu þess að vera hrein/n um hendurnar.
  • Gæta skal fyllsta hreinlætis við matseld. Ekki nota sama hníf í kjöt og grænmeti.
  • Borðaðu hollan mat þegar þú færð lystina aftur.
  • Ekki neyta mikils af mjólkurvörum fyrstu dagana á eftir.

Hvenær á að leita læknishjálpar?

  • Þegar hættumerkja verður vart.
  • Ef niðurgangur kemur í eða eftir dvöl í framandi landi.
  • Ef niðurgangur hefur verið viðvarandi í 1-2 vikur.

HÉR finnur þú ítarlegar upplýsingar um niðurgang.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir.