Of lágt kalíum

Fyrirspurn:

Góðan daginn! ég er 64 ára kona.er með of háan blóþr síðasta mæling hjá mér var 226/119 ég var lögð inn á sjúkrahús í skoðun ég var með eggjavítu í þvagi og kalíum var ekki til hjá mér og ég var að þorna upp er ekki nógu dugleg að drekka. Fékk Kalíum og vökva í æð og fullt af lyfjum en spurningin er af hverju framleiði ég ekki kalíum. Læknirinn minn hefur ekki svarað mér um það.

Aldur:
64

Kyn:
Kvenmaður 

Svar:

Sæl

Líklegasta skýringin á því að það vanti kalíum í blóðið er að eitthvert blóðþrýstingslyf sem þú ert að nota auki útskilnað kalíums með þvagi.  Það er vel þekkt aukaverkun sumra lyfja.  Önnur lyf geta minnkað útskilnað kalíums og þar með aukið magn þess í blóði.  Með sumum lyfjum getur þurft að taka kalíumtöflur, svo sem kaleorid til að viðhalda kalíum í blóði.  Kalíum í frumefni sem maður fær með fæðunni, það er ekki myndað í líkamanum.  Þegar það vantar er orsökin yfirleitt of mikið tap kalíums í nýrum.

Kveðja
Gunnlaugur Sigurjónsson, heimilislæknir