Of lár hiti

Hvað veldur því að ég mælist með 35.4 stiga hita

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Eðlilegur líkamshiti er á bilinu 36.5°-37.5°

Ef þú mælist lægri myndi ég véfengja mælitækið sem þú ert að nota. Mælarnir sem verið er að selja eru misnákvæmir og misjafnlega auðveldir í notkun.

Ennismælar, mælar undir hendi, munn- og eyrnamælar geta allir gefið of lága niðurstöðu af ýmsum ástæðum.

Gamli góði rassmælirinn er nákvæmastur. Ef þú mælist  35.4°í mælingu með kvikasilfurmæli í endaþarmi sem er rétt framkvæmd þá telst það óeðlilegt.

Slíkt gerist nánast aldrei nema um ofkælingu sé að ræða.

Ofkæling á sér stað þegar fólk er í miklum kulda, það gerist ekki í venjulegum aðstæðum í heimahúsi.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur