Ofnæmi og kláði

Getur maður fengið ofnæmi af skugga efni var þræddur við hjarta og sett fóðring í maí í fyrra og hef verið með kláða síðan og skrítin likt að mér að mér finnst ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er þekkt að fólk geti fengið ofnæmisviðbragð við skuggaefnum sem notuð eru í rannsóknum. Þau viðbrögð koma þá strax fram en dvína þegar líkaminn hefur hreinsað efnið úr blóðinu, venjulega á nokkrum klukkutímum. Afar mikilvægt er að láta vita ef grunur er á ofnæmissvari við slíku svo hægt sé að bregðast við því.

Þannig er ólíklegt að þessi einkenni sem þú lýsir starfi af skuggaefninu en um leið getur ýmislegt annað orsakað þessa líðan. Þess vegna tel ég ráðlegt að þú hafir samband við þinn lækni og fáir skoðun og mat á því hvað getur valdið þessu.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur