Ófrjósemisaðgerð?

Spurning:
Mig langar að fá upplýsingar um ófrjósemisaðgerðir. Ég hef tekið „mini“
pilluna í nokkur ár núna samfleytt og gengið vel þangað til núna fyrir
nokkrum vikum að sú tegund sem ég hef tekið hætti að fást og ný tegund
komin í staðinn. Ég er búin með 1 1/2 mánuð af þessari nýju tegund og blæðingar
verið mjög óreglulegar. Þetta fer ekki vel í mig og ófrjósemisaðgerð færist
ofar á óskalistann. Það sem mig langar að vita er, hvernig eru þessar aðgerðir, fylgir
sjúkrahúslega, hvað tekur venjulega langan tíma að jafna sig aftur, hætta
blæðingar alveg?

Ég vona að þið hafið eitthvað af upplýsingum fyrir mig eða getið bent mér á
eitthvað lestrarefni því fyrir mig er nauðsynlegt að vita í hverju þetta
felst og geta velt fyrir mér kostum og göllum áður en ákvörðun er tekin.

Svar:

Það er mjög algengt þegar skipt er úr Exlutona yfir í Cerazette að það komi
blæðingarrugl fram sem geti staðið nokkurn tíma. Oftast gengur þetta yfir
og stundum hægt að gera smá málamiðlun til að flýta fyrir því.

Ófrjósemis aðgerð er einfaldari fyrir karlmenn en konur. Fyrir þig er hún
dagstund á sjúkrastofnun, svæfing og etv ónot í 2-4 daga á eftir.
Blæðingar halda hins vegaráfram eins og ekkert hafi í skorist, og minnka
allavega ekki.

Lesefni var til frá landlækni, lítill bæklingur sem nú er í endurvinnslu
og um tíma var bæklingur frammi frá lyfjafyrirtæki sem sennilega fæst eki
lengur. Kvennadeild Landsspítalans hefur gefið út bækling sem etv væri hægt
að nálgast. Þú getur farið á netið og leitað undir nafninu Sterilicering,
eða laparoscopic sterilisation, eða female sterilicering.

Að auki eru konar fram margar aðrar aðferðir til að hindra getnað aðrar en
ófrjósemisaðgerðir sem þú gætir líka kynnt þér.

Gangi þér vel

Arnar Hauksson dr med