Ónot í geirvörtu

ég er 67 ára karlmaður og undanfarinn mánuð eða svo hef ég verið með stöðugan kláða og ónot í annarri geirvörtunni. mér finnst líka vera einhver breyting þar t.d. kominn ljós blettur við geirvörtuna.
er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af ?

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta gæti verið excem en  ég ráðlegg þér eindregið  að fara til heimilislæknis til að fá skoðun og mat og útiloka að þetta séu einkenni annarra sjúkdóma.

Gangi þér vel