Góðan dag,
Er með mikil óþægindi (ekki beint verkur) í maga/kvið sem lýsir sér með mikilli uppþembu og stöðugum og miklum þarmahreyfingum sem þrýsta uppí rifbein vinstra megin og valda verkjum þar. það er nánast ein og einhver sé að sparka innan frá. Hef verið svona daglega í nokkrar vikur, einnig fylgir þessu niðurgangur. Fór til læknis í sl. haust var send í ct skann af kvið og allt kom eðlilega út. Ástandið er mun verra í dag. Er einnthvað sem þið getið ráðlagt mér.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Það er ekki hægt að leggja mat á mögulegar orsakir kviðverkja í þessu fyrirkomulagi. Ég hvet þig þess vegna til þess að heyra í heilsugæslunni m.t.t. að fá nánari skoðun, uppvinnslu og mat á mögulegum orsökum og hvað helst sé til ráða.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur