Pancreatitis.

Vantar lýsingu á verkjum í brisi.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Brisbólga (Pancreatitis) er eins og nafnið gefur til kynna bólga í briskirtli. Brisbólgu er skipt í tvo flokka bráða brisbólgu sem kemur skyndilega og varir í nokkra daga og langvinna brisbólgu sem getur varað í nokkur ár.

Bráð brisbólga kemur skyndilega og endist stutt. Það getur verið frá vægum óþægindum til alvarlegs, lífsógnandi sjúkdóms. Flestir einstaklingar með bráða brisbólgu ná sér að fullu eftir að þeir fá rétta meðferð. Í alvarlegri tilfellum, getur bráð brisbólga valdið blæðingum, vefjaskaða, sýkingum og cystum. Alvarleg brisbólga getur einnig haft áhrif á önnur mikilvæg líffæri eins og hjarta, lungu og nýru.

 

Einkenni bráðrar brisbólgu eru:

Verkur í efrihluta kviðar

Kviðverkur sem leiðir aftur í bak

Kviðverkur sem versnar eftir að þú borðar, sérstaklega þegar fitumikils matar er neytt.

Hiti

Hraður hjartsláttur

Ógleði

Uppköst

Þrútinn kviður sem er aumur við snertingu

 

 

Helstu ástæður bráðrar brisbólgu eru:

Ónæmissjúkdómar

Mikil áfengisneysla

Sýkingar

Gallsteinar

Lyf

Efnaskiptasjúkdómar

Aðgerðir

Áverkar

Allt að 15% fólks með bráða brisbólgu hefur óþekkta ástæðu

 

Langvinn brisbólga kemur vanalega fram eftir bráða brisbólgu. Önnur af aðal orsökum hennar er mikil neysla áfengis í langan tíma. Skaði á bris eftir mikla áfengisneyslu mun mögulega ekki hafa áhrif fyrst um sinn en getur skyndilega valdið alvarlegum brisbólgu einkennum.

 

Einkenni langvinnar brisbólgu eru:

Verkur í efrihluta kviðar sem leiðir aftur í bak. Verkurinn getur verið lamandi.

Þyngdartap án þess að þú sért að reyna það Olíukenndar, illalyktandi hægðir Niðurgangur Uppköst

 

Helstu ástæður langvinnar brisbólgu eru:

Cystic fibrosis

Fjölskyldusaga um brissjúkdóma

Gallsteinar

Háir þríglíseriðar

Langvarandi áfengisneysla

Lyf

Í 20-30% tilfella eru ástæður langvinnar brisbólgu óþekktar.

Fólk með langvinna brisbólgu er yfirleitt á aldrinum 30-40 ára.

 

Gangi þér vel

 

með kveðju,

Sigrún Inga Gunnarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur