Pillan og blæðingar

Fyrirspurn:

Ég er 24 ára kvk í föstu sambandi og var að hætta á pillunni fyrir um 3 mánuðum síðan.

Ég er búin að fara á "venjulegan" túr einu sinni en núna síðast þegar ég fór á túr voru það bara 2 dagar.

Svona stuttar blæðingar hef ég aldrei upplifað áður.

Veistu hvað veldur þessu?

 

Með bestu kveðju.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það tekur líkamann nokkra mánuði og allt upp undir ár að jafna sig eftir pilluna og blæðingarnar að verða reglulegar á ný svo líklegast er um það að ræða.

Vissulega gætir þú líka verið þunguð, það geta komið smáblæðingar í upphafi meðgöngu- þú getur prufað þungunarpróf til að komast að því hvort svo sé.

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða