Prólaktín

Fyrirspurn:

Góðan daginn,

Ég fór til kvensjúkdómalæknis um daginn og svo í blóðprufu og út úr því kom að ég er með hækkað prolactin. Hvað þýðir það nákvæmlega og hvað er það sem veldur? Getur það leitt til þess að maður getur gengið illa að eiga börn? Fékk lyfseðil fyrir dostinex sem læknirinn sagði að ætti að koma blæðingum af stað…eru einhver frjósemislyf í þessu lyfi?

Aldur: 25

Kyn: Kvenmaður

Svar:

Sæl,

Prólaktín er hormón sem sem örvar fyrst og fremst þroskun bjósta og örvar mjólkurmyndun eftir fæðingu barns.  Offramleiðsla á því getur valdið blæðingastoppi og að egglos verður ekki – en þá stoppar jú venjulega þegar konur eru með barn á brjósti.  Venjulega er hægt að halda þessu niðri með lyfjum og til þess hefurðu fengið lyfið dostinex en það er t.d. notað til að stoppa mjólkurmyndun hjá konum með því að hamla framleiðslu prolaktíns – þannig að það lækkar prólaktínmagnið í líkamanum.  Þannig ætti regla að komast á egglos og blæðingar en hefur að öðru leyti ekki áhrif á að örva frjósemi þe. þetta er ekki frjósemislyf sem slíkt.

Gangi þér vel!

Kristín Svala Jónsdóttir,

Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir