Reykingar og „krónískt

Spurning:

Sæl

Mig langar að fá smá ráðleggingar í sambandi við leiðinda kvilla. Ég er með „krónískt" kvef, hef verið með stíflað nef síðan ég man eftir mér. Ég er búinn að reyna allt, sprey, töflur og hvaðeina. Ég var að spá hvort reykingar gætu haft þessi áhrif. Þetta er farið að há mér rosalega því ég er alltaf svo þungur á morgnanna með nefið fullt. Ég vona að þú getir gert þér hugmynd um hvað Þetta er sem veldur þessu leiðinda kvefi.

Takk fyrir.

Svar:

Sæll

Ég veit vel hvað þú ert að tala um. Þetta er algengur kvilli hjá börnum sem alast upp á reykingarheimili (þar sem þú nefndir að hafa verið svona frá því þú manst eftir þér).

Síðan byrjar þú að reykja þannig að ónæmiskerfið er alltaf örlítið bælt.

Það er ekki nokkur vafi, eftir 3-4 mánuði í reykleysi; verður þessi kvilli algerlega horfinn.

Það sakar ekki að reyna á það??

Gangi þér vel.
Dagmar Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og reykingarráðgjafi