Ristilspeglun

Hver er munur á stuttri speglun og fullri ristilspeglun?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Ristilspeglun er rannsókn þar sem skoðuð er slímhúð neðri hluta meltingarvegar (ristilsins) Rannsóknin er gerð með sérstöku speglunartæki sem er þrætt annað hvort upp allan ristilinn (full ristilspeglun) eða hluta ristilsins (stutt ristilspeglun).

Með kveðju

Guðún Gyða Haukdóttir, hjúkrunarfræðingur