Risvandamál

Þannig er mál með vexti að ég á erfitt með að halda risi. Ég næ yfirleitt góðu risi í byrjun en ef ég beini athyglinni frá limnum í smá stund t.d fer að framkvæma munnök eða eitthvað annað þá rennur stinningin úr og ég á í mesta basli við að ná stinningu aftur. þetta á líka við þegar ég stunda sjálfsfróun ef ég stoppa í smá stund og stinningin rennur úr þá á eg í miklu basli viða að fá stinningu aftur. En ég vakna oft á morgnanna með góða stinningu og hún helst alveg þó ég geri ekkert og það breytir engu þótt ég hafi farið og pissað fyrr um nóttina. Ég er 59 ára og hef haft þetta vandamál lengi og gerir það að verkum að ég forðast náin kynni.
Bestu kveðjur

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ristruflanir eru algengari en flestir halda en yfir 35% karlmanna eldri en 45 ára finna fyrir eða hafa fundið fyrir ristruflunum.  Risvandamál geta  bæði verið vegna líkamlegra eða geðrænna kvilla. Kynörvun og stinning er flókið  samspil heila, hormóna,tilfinninga,andlegrar líðan,vöðva og blóðflæðis. Daglegar reykingar,hátt kólersteról, hár blóðþrýstingur, ofþyngd, sykursýki,lækkun á testósteronum,kvíði og þunglyndi eru allt þættir sem hafa mikil áhrif á stinningu.

Ég ráðlegg þér eindregið að leita til þíns heimilislæknis sem getur hjálpað þér að finna út orsök vandans og úrræði. Oft eru ristruflanir meðhöndlaðar með lyfjum eins og Viagra og Cialis.

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur.