Samgróningar og fleira?

Spurning:
Ég á fyrirbura (25v meðganga) og missti fóstur eftir 20v meðgöngu. Efst í leghálsinum (lengd 14mm) eru miklir samgróningar sem hafa komið í veg fyrir útvíkkun við báðar fæðingar svo það þurfti keisaraskurð. Það virðist sem samgróningarnir loki leghálsinum ekki alveg, heldur sé pínulítið op sem leiðir til sýkingarhættu sem kemur af stað ótímabærri fæðingu. Minn læknir vill að ég fari til sérfræðings í Englandi og fari í aðgerð þ.s. sett verður klips efst á leghálsinn, ekki hið dæmigerða klips sem er notað þegar leghálsinn er of slakur. Þekkið þið til þ.h. aðgerða? Eru þær framkvæmdar á Íslandi? Hvar get ég leitað upplýsinga?

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi,

Þetta er ein af þeim fyrirspurnum þar sem ekki er nóg að lesa ,,póst frá konu", heldur þarf bæði að framkvæma skoðun og fara yfir eldri fæðingarlýsingar. Mér heyrist að þinn læknir hafi lagt á ráðin fyrir þig og finnst að þú ættir að ræða við hann um það hvort ekki sé hægt að framkvæma rannsókn og aðgerð hér á landi ef þú vilt síður fara erlendis. Ég held að þú verðir að setjast niður með þínum lækni og ræða þetta til fullnustu.

Gangi þér vel.
Arnar Hauksson dr med.