skemmd í liðmána

Hvað er hægt að gera við skemmd í innri liðmána ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Meðferð við skemmd í innri liðmána þarf að ákveðast af lækni, fer eftir alverleika skemmdanna. Oftast er byrjað á að hvíla, kæla og taka bólgueyðandi verkjalyf. Sjúkraþjálfun getur líka einnig verið nauðsynleg til að auka liðleika og minnka verki.

Sé skemmdin það mikil að þurfi að gera aðgerð er hún gerð í speglun á hné. Hægt er að fá hnéspelkur líka sem hjálpa til en þetta þarf að vinna í sameiningu með lækni og sjúkraþjálfara.

Set hérna með slóðir á leiðbeiningar um æfingar og meðferðir sem þú getur skoðað.

https://www.bluehillspt.com/blog/recovering-from-meniscus-tear-without-surgery~3729.html

https://www.summitmedicalgroup.com/library/adult_health/sma_meniscal_tear_exercises/

https://doktor.is/grein/skemmdir-a-lidthofum

Gangi þér vel

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur