Slímhúðarþurrkur

Fyrirspurn:

Góðan dag, ég er með fyrirspurn um slímhúð…held ég..

Ég hef verið að glíma við þetta eiginlega bara síðan ég man eftir mér. En ég hef farið til kvennsjúkdómalæknis út af sveppasýkingu og klárað margar lyfjameðferðir eins og læknir ráðlagði en það gerist bara ekkert. Ég er orðin rosalega þreytt á þessu en þetta truflar mig auðvitað í kynlífi en ef ég segi þetta hreint út þá finnst mér leggöngin vera þurr alltaf, sama hvað ég geri. Ég veit ekki hvort ég er að ímynda mér að þetta sé slímhúðin en ég er líka alltaf mjög þurr í augunum og þegar ég fæ sár og ef það blæðir þá kemur rosalega lítið blóð og öll sár eru mjög lengi að gróa. Ég hef farið í nokkrar aðgerðir og það tekur alltaf óvenjulega langan tíma að gróa þ.e.a.s sárin.

Það sem er samt mest til vandræða er að ég get ekki með góðu móti stundað kynlíf með manningum mínum (ég er búin að vera í sambandi í 6 ár) Þetta er orðið alveg óþolandi. Það er nú hálf vandræðalegt að vera að skrifa þetta en einhvern vegin verð ég að leita lausna. Og ég fæ mig ekki til að tala um þetta við aðra manneskju.

 

Hvað get ég gert til að ég "blotni" eðlilega? Það hefur bara held ég aldrei gerst fyrir mig….

Ein frekar þreytt á vandamálinu 😉

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er tvennt sem ég  vil ráðleggja þér

Annnað er að nota sleipiefni/krem við samfarir og auðvitað drekka vel af vökva til að halda slímhúðunum eins rökum og hægt er.Sleipiefnið er í raun smurning sem konur þurfa gjarnan að nota ef náttúruleg smurning er ábótavant. Þetta er ekki óalgengt svo þú þarft ekkert að vera feimin við það og vel hægt að hafa sem hluta af forleik.

Um leið og þú ferð að geta notið kynlífs á ný getur vel verið að þú farir svo að “blotna” betur en það er ekki víst ef um einhvern “framleiðslu galla “ er að ræða J

Hitt er að einkennin sem þú telur upp geta bent til þess að eitthvað vandamál með slímhúðirnar almennt sé að um ræða hjá þér.

Ég bendi þér á að lesa þessa grein og panta tíma hjá gigtarsérfærðingi ef þér finnst einkennin eiga við um þig.

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða