Slímhúðarflakk

Fyrirspurn:


Sæl,

er persónubundið hvenær endometriosis byrjar að taka sig upp aftur eftir skurðaðgerð og hve hratt það breiðist út í grindarholinu?

Nú eru 3 vikur síðan ég fór í svona aðgerð þar sem risastór blaðra var fjarlægð (þá kom endometriosis líka í ljós) og mér var sagt að það væri önnur blaðra, bara lítil, hinum megin.  Eru svona blöðrur fljótar að stækka?  Ég þykist stundum finna sömu einkenni þeim megin sem litla blaðran er, en það væri kannski of snemmt að taka hana.

Er hægt að sjá í tækjum hjá art medica hvort endometriosis er byrjað aftur? Vitið þið það?

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,
 
Mig langar að benda þér á ágætis grein um þetta efni inná Doktor.is eftir Arnar Hauksson, kvensjúkdómalækni. Ég set link á greinina hér.
Þetta ástand er yfirleitt metið útfrá einkennum en getur þó líka verið dulið, þ.e.a.s. án einkenna. Umfang er mismunandi eftir einstaklingum. Slímhúðarflakk sést við speglun.
Það þarf alltaf að meta hvern og einn einstakling fyrir sig og það gerir þinn kvensjúkdómalæknir. Síðan er meðferð ákveðin.

Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ristjóri Doktor.is