Södd og ropandi

Undanfarnar nokkrar vikur hef ég sjaldan orðið svöng. Finnst ég alltaf södd, marga klukkutíma eftir að ég borða liður mér eins og ég hafi borðað yfir mig. Það hef ég samt ekki gert. Þar að auki er eg sífellt ropandi.
Er þetta eitthavð til að hafa áhyggjur af?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Uppþemba getur stafað af ýmsu en er gjarnan tengd mataræði, ofþyngd, hægðatregðu eða einhverju ójafnvægi í meltingarveginum. Yfirleitt er þetta skaðlaust og gengur yfir en ef vandamálið lagast ekki skaltu ráðfæra þig við lækni sem getur þá spurt þig betur út í þessi einkenni og bent þér á mögulegar úrlausnir.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur