Stendur oft í barni

Góðan dag, ég á 4ja ára stelpu sem stendur svo rosalega oft í þegar hún borðar.
Hún er að fara í 4ja ára skoðun eftir tvær vikur en ég var hreinlega að spá í hvort þetta væri eitthvað sem háls, nef og eyrnalæknir ætti að lita á ?

Sæl (l) og takk fyrir fyrirspurnina.

Þar sem þú ert að fara með hana í 4 ára skoðun innan skamms myndi ég ráðleggja þér að byrja á að ræða þetta þar.

Það þarf auðvitað að skoða þetta.

Hægt er að panta tíma beint hjá HNE sérfræðingi en ef tilvísun er gerð af heimilislækni þarftu ekki að greiða sérfræðings komugjaldið.

Gangi ykkur vel,

Svanbjörg Pálsdóttir,

Hjúkrunarfræðingur.