Fyrirspurn:
Ágæti viðtakandi,
Dóttir mín og dótturdóttir voru með streptókokka, núna eru 2 í fjölskyldunni með svokallaða hálsbólgu, við höfum ekki farið til læknis. Getur maður unnið á þessu sjálfur ef þetta eru streptókokkar?
Myndir þú ráðleggja okkur að fara fljótlega til læknis eða sjá bara til?
Kveðja
Aldur:
48
Kyn:
Kvenmaður
Svar:
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,
Bæði veirur og bakteríur valda hálsbólgu og byggist greining á einkennum.
Það er engin lyfjameðferð við hálsbólgu af völdum veira sem er mun algengara en af völdum baktería.
Ef grunur er um streptókokkahálsbólgu (sem er bakteríusýking) þá er stundum tekið hálsstrok og meðhöndlað með sýklalyfi. Það eru alls ekki allir sem fá streptókokkahálsbólgu sem eru meðhöndlaðir og einstaklingar fá mismikil einkenni. Það fer best á því að ykkar heimilislæknir meti ástand ykkar m.t.t. greiningar og mögulegarar meðhöndlunar.
Ég læt fylgja með hér tengil á ágætis umfjöllun um hálsbólgu, sem er að finna á Doktor.is.
Með bestu kveðju,
Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is