súrefnismettun í blóði

hvað er eðlileg súrefnismettun í blóði

Samkvæmt leiðbeiningum LSH er eðlileg súrefnismettun í hvíld við sjávarmál:
•Fullorðnir yngri en sjötugir 96-98% í vöku.
• Sjötugir og eldri meira en 94% í vöku.
•Fólk á öllum aldri geta fallið tímabundið niður undir 84% í svefni.

Veikindi geta haft tímabundin áhrif á súrefnismettun og ekki er alltaf ástæða til þess að gefa súrefni.

Það er afar mikilvægt að bera sig rétt að við mælingu á súrefnismetttun, það er svo margt sem getur haft áhrif og gefið lélegri tölu en raunin er.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur