svartur saur

Goðan dag
I cirka 10 mánuði hafa hægðir og að kasta af mer þvagi beyst einkennilega.
Kasta af mer þvagi og hægðum um leið oft á dag og lika á nottunni.
Eg tok eftir breytingum a lit hægða sem er svartur. Sársaukalaust.
Eg er buin að berjast við utlæga taugaverki sem koma frá baki vinstra megin og ekki er hægt að lækna. Hef mikla verki frá rassi, niður læri og legg. 2ja ára dæmi. Tok eftir breytingum i kvið samfara þessum verkjum. Ristilspeglun og tölvusneið af kvið skilaði i lagi. Nu er ég orðin oroleg vegna samspils þvags og saurs. einkum vegna litains. Mér hefur verið sagt að gæti verið blóð. Hvað ætti ég að gera?
Kærar þakkir

Sæl

Það bendir allt til þess að þú þurfir að leita þér aðstoðar hjá lækni.

Engin af þessum einkennum geta talist eðlileg en mögulega er til einföld skýring á þeim sem auðvelt er að laga eða um er að ræða eitthvað alvarlegra sem þarf meðhöndlunar við.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfærðingur