Svimi og "ringluð"

Er með svima og mikið ringluð og óstyrk
Hvað veldur ?
Fyrirfram þökk fyrir svar..

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Svimi er afar almennt einkenni sem getur orsakast af þreytu, ofþornun, hita, háum blóðþrýstingi, bólgu í jafnvægistaug, eyrnakristöllum og ótal ótal öðrum orsökum. Þess vegna er engan vegin hægt að svara þér  með öðrum hætti en að ráðleggja þér að fara til læknis og fá skoðun og mat á því hvað veldur.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur