Svimi yfir höfði

Karlmaður 77 ára hefur svima yfir höfði. Á erfitt með að ganga um úti vegna þess…Hefur alltaf verið höfuðveikur ,mígreni og þess háttar..Hefur þar af leiðandi þurft að taka inn mikið af verkjalyfjum…Hefur farið í allskonar ransóknar,núna síðast í sneiðmyndatöku í Orkuhúsinu,og ekkert fannst …Hvað er hægt að gera.???

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Svimi er tiltölulega algengt einkenni og er mjög óþægilegur og alveg eðlilegt að hafa áhyggjur, en oftast er skýringin ekki alvarlegs eðlis. Fjölmargar ástæður geta legið að baki svima og jafnvægisleysis eins og t.d. vöðvabólga í hálsi, herðum og bólga í hnakkafestum, álag, andleg vanlíðan, blóðþrýstingsfall, sykurfall, járnskortur, bólgur og sýkingar í innra eyra eða sjúkdómar í miðeyra, aukaverkanir lyfja og þurrkur svo eitthvað sé nefnt. Aðrar ástæður svima geta líka stafað af sjúkdómum í augum, fylgt heyrnartapi, blóðrásatruflunum í miðtaugakerfi, taugasjúkdóma, æxlis við heila eða heyrnataug eða blóðsjúkdóma. Þetta er eitthvað sem þarf að vinna í samráði við heimilislækninn hans og einnig gæti verið fínt að ræða við sjúkraþjálfara og sjá hvort þau kunni einhver ráð til að hjálpa honum.

Gangi þér/ykkur vel.