Sykursýki

sykursýki hvað á sykur í blóði að mælast mikil og eða lítil svo að eðlilegt sé

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Blóðsykur er mismunandi eftir því hvað þú borðar og hvort þú sért fastandi. Þegar þú ert fastandi ætti blóðsykurinn að vera 4-6,0 mmol/l. Þegar þú ert ekki fastandi ætti blóðsykurinn að vera undir 8 mmol/l. Ef blóðsykurinn er að mælast hærri en þetta ættir þú að ræða við lækni.

Gangi þér vel

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.