Tannholdsbólga

Spurning:

Ég var með tannholdsbólgu og mér var sagt að bursta tennurnar þó að það blæddi úr tannholdinu. Ég gerði það og nú er ég kominn með fölt tannhold eins og það á að vera, nema í kringum tvo jaxla, en þar kemur rauð rönd fyrir neðan og það blæðir úr þeim um leið og ég bursta þá. Það er mjög vont að bursta þá en ég reyni samt að pína mig í það.

Hvað á ég að gera til að laga þetta?

Takk fyrir.

Svar:

Sæll.

Þú virðist hafa staðið þig vel þó ekki hafir þú unnið fullnaðarsigur enn. Leitaðu til þíns tannlæknis eða bara næsta tiltæka tannlæknis. Í þessu efni eiga allir tannlæknar að geta ráðið þér heilt ef ekki leyst vandann.

En ef til vill ættirðu að snúa þér beint til einhvers þeirra tannlækna sem hafa tannholdslækningar að sérgrein. Nokkra þeirra er að finna á Gulu síðum símaskrárinnar á bls. 968 til 971.

Gangi þér vel.
Ólafur Höskuldsson, tannlæknir