Þroski ungbarna

Hvenær er eðlilegt að börn byrji að ganga?

En hvenær er eðlilegt að þau fari að tala?

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er töluvert mismunandi hvernær börn byrja að ganga og tala. Sum börn eru fljót til að byrja að mynda orð en sein til gangs á meðan önnur sitja og bíða og eru svo altalandi einn daginn.

Öll þessi hegðun er lærð og örvun frá foreldrum og öllum nákomnum skiptir miklu máli.

Á síðunni Heilsuvera.is er hægt að finna fræðsluefni og viðmið um þroska barna frá fæðingu að kynþroskaaldri og ég hvet þig til að kynna þér þær og set tengil hér

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur