Ég er búinn að fá regluglega rosalega mikinn þurrk á typpið og verð mjög aumur, og get ekki stundað kynlíf vegna þessa. Hvað gæti þetta verið og hvernig laga ég þetta?
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Það er heldur óvenjulegt að þorna á þessum stað þar sem það er innbyggt í kerfi líkamans að halda slímhúðum rökum.
Þú þarf að vera viss um að þú sért að drekka nægilega mikið af vatni.
Eins skaltu forðast að nota sápur og krem með ilmefnum en hrein fita eins og vaselín gæti dregið úr óþægindunum.
Ef þetta ekki lagast á nokkrum dögum ættir þú að ráðfæra þig við lækni þar sem það gæti mögulega verið eitthvað undirliggjandi sem veldur þessu einkennum eins og sveppasýking.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur