Þvagleggur

Hver er ástæða fyri því að settur er upp þvagleggur og hver tekur þá ákvörðun að seta upp þvaglregg?

Ef 93 ára kona heldur alveg þvagi en þar oft að fara á WC um nætur ca.x6 er ástæða að seta upp þvaglegg? hver tekur þá ákvörðun.
Viðkomandi kona er með mög mikinn kvíða.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þvagleggur er settur að beiðni lækna við áveðnar aðstæður eins og t.d. í skurðaðgerðum, hjá rúmliggjandi einstaklingum sem hafa ekki stjórn á þvaglátum, hjá fólki með þvagtregðu sem engan veginn getur losað þvag eða í bráðameðferð þar sem sjúklingur er hættur að skilja út og þarf að fylgjast með þvagútskilnaði. Það að setja þvaglegg hjá einstaklingi sem fer oft á wc á næturnar væri ekki til bóta fyrir einstaklinginn, það er sýkingarhætta sem fylgir þessu inngripi og svo þar sem hún hefur fulla stjórn á þvaglátum að þá gæti verið erfitt að ná því aftur ef hún fengi þvaglegg. Ræddu við lækninn hennar um lyf sem hjálpa til við þvagþörf, það gæti frekar hjálpað henni. Eins væri hægt að fá þvagfæralækni til að skoða hvort hún tæmi blöðruna eða hvort að það sé eitthvað vandamál þó að allt virðist eðlilegt.

Gangi þér/ykkur vel.