Fyrirspurn:
Góðan dag.
Ég á tvíeggja tvíbura, er sú eina af 9 systkinum sem á tvíbura. Móðir mín átti tvenn tvíburasystkini, hvorugt parið sammæðra, ekki sammæðra henni heldur. Tvíburasystir móður minnar á þríbura. Nú á sonur minn von á tvíburum og mig langar til að vita hvort þetta erfist svona, hélt að það væri bara í kvenlegg. Er kannski einhver síða á Netinu með fróðleik um þetta?
Aldur:
48
Kyn:
Kvenmaður
Svar:
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,
Það er ekki sama hvort um eineggja eða tvíeggja tvíbura er að ræða.
Það er mun algengara að fólk eignist tvíeggja tvíbura og er það að einhverju leyti bundið erfðum. Það er fyrst og fremst frá móðurinni komið ef um tvíeggja tvíbura er að ræða, konur eru líklegri til að losa fleiri en eitt egg við egglos og þar með aukast líkur á tvíeggja tvíburum. Einnig er aukin tíðni með hækkandi aldri.
Hvað varðar eineggja tvíbura þá virðist það aftur á móti ekki ganga í erfðir.
Síðan vil ég benda þér á ágætis greinar inná Doktor.is – notaðu leitina og orðið tvíburar.
Bestu kveðjur,
Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is