Spurning:
Góðan daginn!!! Mig langar að forvitnast um collagen hylkin. Virka þau á psoriasisútbrot og liðverki? Getur verið að neglur flagni við inntöku þeirra? Kv. forvitin.
Svar:
Collagen er prótein sem er í talsverðu magni í beinum og húð. Alls konar fullyrðingar um ágæti þess að taka inn collagen heyrast sífellt oftar. Það á þó við um collagen eins og önnur prótein að það brotnar niður í meltingarvegi og kemst því ekki í heilu lagi inn í vefi líkamans eftir inntöku. Fullyrðingar um að collagen hylki hafi áhrif á psoriasis, útbrot eða liðverki styðjast ekki við vísindalega rannsóknir og eru því hæpnar.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson, lyfjafræðingur