Upplýsingar um ,,Human growth hormone

Spurning:
Getið þið gefið einhverjar upplýsingar um vaxtarhormónið ,,Human growth hormone". Mér er sagt að þetta sé tekið inn til að hægja á öldrun, minnka hrukkur o.s.frv. Eru til rannsóknir sem sýna að það hafi einhver áhrif að taka þetta efni, gagnleg eða skaðleg?

Svar:
Human Growth Hormone er það sem við köllum vaxtarhormón á íslensku. Skortur á því veldur því að börn vaxa ekki eðlilega. Hjá follorðnum getur lyfið haft jákvæð áhrif á líkamsvöxt ef um skort á hormóninum er að ræða. Óvíst er að það hafi nein afgerandi jákvæð áhrif á heilbrigða einstaklinga.Vaxtarhormón er lyfseðilskylt lyf og mega eingöngu sérfræðingar í efnaskipta- og innkirtlasjúkdómum eða barnaefnaskiptasjúkdómum ávísa því. Óheimilt er því að panta þetta og flytja inn eftir auglýsingum á netinu. Þetta yrði því væntanlega stöðvað í tolli hér.Vaxtarhormón mjög viðkvæmt í lausn og brotnar hratt niður. Það er því alltaf afgreitt sem þurrefni og vökvanum blandað í skömmu fyrir notkun og verður að gefa lyfið inn sem stungulyf þar sem það brotnar niður í meltingarfærum.Það sem er auglýst á erlendum heimasíðum á netinu og kallað Human Growth Hormone inniheldur mjög líklega ekki neitt eiginlegt vaxtarhormón. Þar fyrir utan held ég að allir ættu að taka varlega fullyrðingum um undraefni sem „hægja á öldrun, minnka hrukkur o.s.frv.“ Undantekningalítið er þar um að ræða loforð sem ekki er hægt að standa við.Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur