Útstæð gyllinæð

Góðan dag

Fékk gyllinæð í kjölfar keisarafæðingar í fyrra. Hef tekið hægðamýkjandi til að halda þessu niðri. Fyrir um viku / 10 dögum var ég þó komin með mikil óþægindi og fann hnút utan á endaþarmi sem ekki fer inn eftir hægðir né hægt að ýta honum inn. Hef notað krem sem ég fékk uppáskrifað fyrst eftir fæðingu og þetta byrjaði. Það hefur þó ekki borið neinn árangur og er ég orðin frekar buguð af óþægindum, hvað er til ráða? Bestu þakkir

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Gyllinæð er hvimleitt en tiltölulega algengt vandamál. Ég set með tengil á grein um gyllinæð HÉR og hvet þig til þess að ráðfæra þig við heilsugæslulækninn þinn.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur