Vakna með gulan gröft í augunum?

Spurning:
Hæ, ég vakna alltaf með stýrur í augunum svona gulan gröft sem eru í kringum bæði augun í augnhárunum sem ég þarf þá að taka út mér á hverjum morgni áður en ég fer eithvað , hvað get ég gert í þessu?

Svar:
Þessar stírur eru væntanlega merki um hvarmabólgu (fræðiheiti: "blepharitis"), sem er nokkuð hvimleiður sjúkdómur er leggst á margan Íslendinginn. Það fer þó nokkuð eftir sögunni, þ.e. hversu nýtilkomið þetta er, hversu alvarlega þetta er o.s.frv. Þetta gæti einnig verið merki um slímhimnubólgu, sem hefur þá styttri sögu, er oftast fylgifiskur kvefs eða skútabólgu. Láttu athuga þetta hjá augnlækni. Ráðin við hvarmabólgu eru harla einföld, heitir bakstrar með þvottapoka duga einna best ásamt því að þvo hvarmana.

Bestu kveðjur og gangi þér vel. Jóhannes Kári.