Er kona .
Hvað er til ráða ?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Þvagblöðrusig er algengt hjá konum og eru helstu einkenni tilfinning um bungun inní leggöng framanverð, þrota eða þunga, þreytu í botni og jafnvel áþreifanleg útbungun við leggangarop.
Við blöðrusig getur gagnast að gera grindarbotnsæfingar, sérstaklega ef orsökin liggur í slökum grindarbotnsvöðvum. Þær þarf að gera daglega, á
réttan hátt og í langan tíma (nokkrar vikur til mánuði) til þess að árangur náist.
Það eru einnig gerðar skurðaðgerðir til að lagfæra blöðrusig og eru til fleiri en ein tegund aðgerða. Einnig eru til lyf, sem gefin eru af læknum, í tengslum við blöðrusig og einkenni því tengdu t.d. þvagleka eða þvagfærasýkingu. Það er hægt að byrja á grindarbotnsæfingum en gagnist þær ekki, er hægt að leita til kvensjúkdómalæknis eða þvagfærasérfræðings til frekari meðferðar og nánari greiningar á vandamálinu.
Aðrar leiðbeiningar:
- Léttu þig ef þú ert of þung.
- Vertu ekki í þröngum buxum eða pilsi, það getur aukið einkennin.
- Gefðu þér nægan tíma þegar þú pissar og forðastu að rembast/flýta þér.
- Hugsaðu vel um stellinguna sem þú notar þegar þú sest á klósettið, vertu upprétt og e.t.v. þarftu að halla þér aðeins fram á við. Það skiptir máli að finna út úr því.
- Forðastu hægðartregðu eins og heitan eldinn, ef þú getur.
- Hvíldu þig í stellingum sem draga úr þunga niður á botninn ef þú hefur mikil einkenni, liggðu til dæmis á hlið eða á grúfu.
- Gerðu æfingar í þeim stellingum sem létta á botninum ef þér gengur illa að spenna grindarbotninn.
- Hugleiddu hvort þú ert að stunda líkamsrækt sem er góð fyrir þig að þessu leyti. Þú gætir þurft að aðlaga þig með þennan veikleika í huga á meðan þú ert að ná tökum á grindarbotnsvöðvunum og draga úr einkennunum.
Gangi þér vel
Lára Kristín
Hjúkrunarfræðingur