Vegna bloðprufu sem sýnir of lágt Ldl

Kvað er Ldl

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

LDL er tegund kólesteróls eða blóðfitu. Blóðfitu má skipta í heildarkólesteról, HDL-kólesteról, LDL-kólesteról og þríglýseríð. LDL kólesteról – LDL eða “slæma kólesterólið” er sá hluti kólesterólsins í blóði sem er tengdur LDL próteininu og getur það síast inn í æðavegginn, hlaðist upp og valdið æðakölkun, það er því gott að hafa LDL lágt. LDL hækkar við neyslu á fituríkum mat einkum dýrafitu en lækkar við neyslu á grænmeti. Þegar blóðfitur eru mældar er oftast horft mest á LDL-kólesteról við mat á hættunni á hjarta-og æðasjúkdómum. LDL-kólesteról er ekki mælt, heldur er það reiknað út frá mælingum á heildarmagni kólesteróls, HDL-kólesteróli og þríglýseríðum. Ekki er hægt að nota reikniformúluna ef magn þríglýseríða er hátt. Því kann notagildi LDL-kólesteróls að vera minna hjá einstaklingum með offitu eða efnaskiptavillu því þessir einstaklingar hafa oft hátt magn þríglýseríða í blóði og lágt HDL-kólesteról. LDL-kólesteról getur reiknast lágt við þessar kringumstæður þótt heilmikið sé til staðar af lípóprótínum sem ýta undir hættuna á hjarta-og æaðsjúkdómum, jafnframt er LDL-kólesteról það gildi sem oftast er leitast við að lækka því fjöldi rannsókna hefur sýnt fylgni á milli magns LDL-kólesteróls í blóði og hættunnar á hjarta-og æðasjúkdómum. Æskilegt að LDL kólesteról sé undir 3 mmól/l hjá báðum kynjum.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að lágt LDL gildi getur verið vísbending um aðra sjúkdóma en þá sem tengjast hjarta og æðakerfi en þar spili erfðaþáttur stórt hlutverk líka. Hér þarf þá líka að horfa á heildarmyndina og fá góða sögu og aðrar rannsóknir til að sjá hvað það mögulega gæti verið. Læt fylgja með greinar um kólesteról og svo er hægt að finna enn meiri fróðleik á Doktor.is.

Gangi þér/ykkur vel.

https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/high-blood-cholesterol/expert-answers/cholesterol-level/faq-20057952

https://is.spazziodecor.com/what-does-low-ldl-hdl-ratio-mean-12286

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.