Hæhæ er í smá vandræðum með son minn sem er 13 ára í hvert skipti sem hann fer á fótboltaæfingu eða að spila þá fær hann mikla verki í kálfanna eftir svona 5-10 mín hreyfingu (hlaup) en fyrir og á eftir hreyfingu er hann góður.
Erum búin að reyna eitt og annað en ekkert virðist virka.
Eruð þið með einhverjar hugmyndir???
Kv
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Ef það er krampi sem orsakar verkinn í kálfanum þá er það yfirleitt vegna súrefnis- og/eða næringaskorts í vöðvanum. Gott er að nudda kálfann daglega, hvort sem er með rúllu eða handanuddi. Þetta örvar blóðflæði og hjálpar til við losun þreytuefna og örvun sogæðakerfis.
Slök hreyfigeta og liðleiki í baki er einnig talin hafa áhrif á fjöðrun og blóðflæði til vefja og stoðkerfis í bakinu. En það getur leitt af sér minnkaða krafta í mjöðmum og stirðleika niður í fætur. Svo það er etv spurning að bæta hreyfigetu og gera liðkandi æfingar fyrir bakið.
Umfram allt mæli ég með að sonur þinn og þú fáir frekari ráðleggingar hjá sjúkraþjálfara.
Gangi ykkur vel,
Kv
Lára Kristín
Hjúkrunarfræðingur