Verkir í neðri hluta baks

Getur þetta tengst nýrna verkjum

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Verkir tengdir nýrum eru yfirleitt stöðugir en vaxa í hviðum og geta verið nánast óbærilegir. Lýsa sjúklingar þessu oft sem hinum verstu verkjum og geta vart af sér borið. Verkirnir hefjast yfirleitt í baki eða síðu, leiða niður í kvið og nára. Einnig er algengt að blóð sé í þvagi. Verkir neðarlega í baki geta líka verið vegna spennu eða tognunar á vöðvum eða liðböndum í neðri hluta baks. Sá bakverkur er sjaldnast alvarlegur og hverfur yfirleitt af sjálfu sér eftir nokkurn tíma. Vona að þetta hjálpi eitthvað.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.