Sæl verið þið..Ég er 67 ára hef verið með mikla verki í öxlum undanfarna mánuði ár,er betra að fá sprautur með reglulegu millibili í axlirnar eða éta bólgueyðandi og verkjatöflur 2svar til 3svar í viku?? Takk fyrir væntanlegt svar.
Góðan dag.
Öll lyf hafa einhverjar aukaverkanir og því þarf að meta það í hverju tilfelli fyrir sig hvaða lyf henta hverjum og einum. Fyrst þarf að skoða hver orsök verkjana er t.d. hjá heimilislækni eða sjúkraþjálfara og út frá því er hægt að setja upp meðferð.
Sterasprautur í liði henta t.d. mörgum vel sem eru með slitgigt og bólgur í lið, þær duga hinsvegar mis lengi fyrir fólk og ekki ráðlagðar oftar en 3-4 sinnum á ári. Verkjalyfjum eins og paracetamoli fylgja litlar líkur á aukaverkum en bólgueyðandi lyf geta haft alvarlegar aukaverkanir á meltingarfæri og nýru ef tekin í stórum skömmtum í langan tíma. Staðbundin bólgueyðandi smyrsli geta hinsvegar oft gert sama gagn og töflur en þeim fylgir mun minni áhætta á aukaverkunum.
Ég hvet þig einnig til að skoða aðrar meðferðir svo sem sjúkraþjálfun, nudd, heita baxtra, hreyfingu, jóga og slökun sem hafa reynst vel við liðverkjum.
Gangi þér vel,
Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur