Verkur í lífbeini

Hæ.
Ég hnerraði og fékk hrikalegan verk í lífbeinið sem fer ekki nema að ég liggi kjur. Finn verk ef ég hósta. Myndi halda að þetta sé tognun eða eitthvað.
Þarf ég að leyta mér læknisaðstoðar eða lagast þetta bara?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Verkur í lífbeini getur verið tognun eða bólga sem þrýstir á taug. Sé þetta stanslaus verkur að þá myndi ég ráðleggja þér að hitta heimilislækni. Hann getur svo metið hvort að lyf hjálpi til eða beiðni til sjúkraþjálfara. Þú getur nýtt þér það að kæla svæðið til að minnka verki, eins er hægt að finna upplýsingar á netinu um teygjuæfingar. Læt fylgja með slóð á síðu þar sem farið er yfir þetta.

Gangi þér/ykkur vel.

http://www.fjolasigny.com/2017/03/26/verkir-mjadmagrindinni-medgongu-aefingar/

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.