Goðan dag. Allt i einu for mig að sviða i bandið sem fer fra kongi i forhuð a typpinu. Þegar eg bretti uppa typpið þa sviður mig i bandið. Það er eins og það se ehv rifið eða bola a þvi. Einnig tok eg eftir þvi að forhuðin hefur þrengst örlitið. Hvað er til raða og hvað gæti þetta verið?
Bestu kveðjur
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Sviði eða eymsli af þessu tagi getur osakast af ýmsu en líklegustu skýringarnar eru helst tvær, annað hvort mikið álag eða sýking af einhverju tagi.
Ef þú hefur stundað varið kynlíf eða sjálfsfróun af kappi undanfarið skaltu slaka á og þetta ætti að jafna sig af sjálfu sér. Ef það passar ekki skaltu ráðfæra þig við lækni.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur