Sæl
Eg er með stöðugan verk í vinstri upphandlegg, mest framan verðum ( eða tvíhöfða ) verkurinn leiðir stundum í öxlina og stundum fæ eg náladofa í fingurna. Verkurinn er mismikill og oft sem sviða tilfinning eða óeðlileg þreyta.
Er þetta eitthvað til að hafa ahyggjur af?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Það fyrst sem manni dettur í hug er einhversskonar þrengingar eða bólgur í öxl, herðum og/eða hálsi.
Ég myndi ráðleggja þér að fara til sjúkraþjálfara eða sjúkranuddara sem ætti að geta unnið á þessum svæðum og gefið þér réttar leiðbeiningar með æfingar og líkamsbeitingu.
Vöðvabólgur í herðum og hálsi geta leitt til ýmissa kvilla á ótrúlegustu stöðum, en sé þeim sinnt rétt er oft hægt að sporna við þeim á góðan hátt.
Gangi þér vel,
með kveðju,
Lára Kristín Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.