Viðkvæm húð

Hvað er málið ég má ekki reka mig í eða rispa húðina á handleggjunum þáskaddast efsta lagið og blæðir mikið

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Þunn eða viðkvæm húð sem rifnar auðveldlega er algengt vandamál hjá elda fólki. Aldur, gen og mikil sól eru þættir sem geta haft áhrif á þynningu húðar. Ýmis lyf eins og langtíma notkun barkstera getur þynnt húð verulega.

Þunn húð er ekki endilega merki um alvarlega undirliggjandi sjúkdóma en ráðlagt er að hitta lækni til getur metið ástand húðarinnar.

Til að vernda húðina gegn rifum og sárum er gott að:

– Klæðast langerma bolum/skyrtum. Ef farið er í umhverfi þar sem aukin hætta er á meiðslum (t.d garðvinnu) getur verið gott að klæðast tveimur lögum af síðerma yfirhöfn.

– Forðast að vera lengi í sól

– Ef þú kemst ekki hjá því að vera í sól, er ráðlagt að nota sterka vatnshelda sólarvörn (amk SPF 30) og bera hana á líkaman á tveggja klukkustunda fresti.

– Haltu húðinni rakri með því að bera á hana gott rakakrem. En þurr húð bíður upp á kjöraðstæður fyrir hugsanlegar sýkingar og sáramyndanir.

Annnars ráðlegg ég þér að hitta lækni sem fyrst og láta skoða húðina á þessu svæði.

 

Gangi þér vel,

Rebekka Ásmundsdóttir,

hjúkrunarfræðingur