Yasmin vs. mini pillan

 

Gòdan dag

Èg er 35 àra, barnlaus, reyklaus.
bùin ad vera med òreglulegar blædingar undanfarin àr, ordnar reglulegri sl mànudi. Vil finna mèr getnadarrvörn.
Fòr til kvenns.læknis og var bent à 2 pillur.
Hvor hentar betur Yasmin eda Mini pillan-cerezette?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

 

Það er mjög einstaklingsbundið hvaða getnaðarvörn hentar best. Báðar þessar getnarvarnarpillur eiga að koma í veg fyrir egglos og hafa áhrif á slímmyndun í leghálsinum. Yasmin er pilla sem tekin er í 21 dag og svo er gert 7 daga hlé áður en næsta spjald er tekið. En ekkert hlé er tekið á milli pilluspjalda ef Cerazette er valið.

Vonandi hjálpa þessar upplýsingar þér eitthvað með valið

 

Sigrún Inga Gunnarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur