Gòdan dag
Èg er 35 àra, barnlaus, reyklaus.
bùin ad vera med òreglulegar blædingar undanfarin àr, ordnar reglulegri sl mànudi. Vil finna mèr getnadarrvörn.
Fòr til kvenns.læknis og var bent à 2 pillur.
Hvor hentar betur Yasmin eda Mini pillan-cerezette?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Það er mjög einstaklingsbundið hvaða getnaðarvörn hentar best. Báðar þessar getnarvarnarpillur eiga að koma í veg fyrir egglos og hafa áhrif á slímmyndun í leghálsinum. Yasmin er pilla sem tekin er í 21 dag og svo er gert 7 daga hlé áður en næsta spjald er tekið. En ekkert hlé er tekið á milli pilluspjalda ef Cerazette er valið.
Vonandi hjálpa þessar upplýsingar þér eitthvað með valið
Sigrún Inga Gunnarsdóttir
Hjúkrunarfræðingur