Zitromax við hverju er það?

Við hverju er Zitromax gefið ?

Góðan dag.

Zitromax er sýklalyf sem notað er við sýkingum af völdum ákveðinna gerða af bakteríum. T.d. við sýkingum í kinnholum, hálsi, berkjum, lungum, miðeyra o.fl.

Hér getur þú lesið þér nánar til um lyfið:

https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/1fc5a77a-7657-e811-80e0-00155d154611/Zitromax_250mg-500mg-tablets_sedill.pdf

Gangi þér vel.

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur