Ofnæmissjúkdómar

Hvað er ofnæmi?

Ofnæmi er það þegar ónæmiskerfið svarar áreiti (ofnæmisvaka), af hversdagslegu umhverfi með ofnæmisviðbröðum. Áreitið getur t.d. verið fum frjókorn að ræða. Til ofnæmisviðbragða teljast m.a. kláði í augum og nefi, aukin táramyndun og nefstífla. Einnig geta komið fram óþægindi í neðri öndunarvegum. Ákveðin tegund hvítra blóðkorna (plasmafrumur) framleiða mótefni (IgE mótefni) gegn ofnæmisvakanum. Mótefnin setjast síðan á yfirborð ofnæmisfrumanna (Mastfruma) þar sem þau síðan rekast á ofnæmisvakann. Þetta nefnist næming (sensibilisering).

Það koma fram ofnæmisviðbrögð í hvert sinn sem ofnæmisvaki (antigen) binst áðurnefndum IgE mótefnum á yfirborði Mastfruma. Þær eru fullar af litlum kornum sem innihalda histamín. Við bindingu ofnæmisvakans við mótefnin losnar histamín úr kornunum.

Histamín víkkar æðar og veldur við það bólgu í slímhúðum. Það ertir öndunarveginn og þá eykst slímmyndun þar. Ertingin og histamínlosunin leiða til vöðvasamdráttar í berkjum lungna. Öndunarvegirnir þrengjast og andþyngsli koma fram (astmakast). Myndin hér fyrir neðan sýnir skematískt hvað gerist í loftvegunum þegar astmasjúklingur andar að sér ofnæmisvaka

  • Hvað eru ofnæmisvakar?
    Margskonar örsmá eggjahvítuefni sem koma fyrir í umhverfinu og framkalla mótefnamyndun hjá viðkomandi ofnæmissjúklingi Algengustu ofnæmisvakarnir eru:
  • Frjókorn frá illgresi, blómum, trjám og grasi.
  • Mygla og myglusveppir.
  • Rykmaurar .
  • Loðdýr t.d. hundar og kettir.

Er eitthvað annað sem getur valdið ofnæmi?

Já, ofnæmissjúklingar hafa ofertanlegar slímhúðir. Ýmis efni t.d. tóbaksreykur, mengun, steikingarbræla, ilmvötn o.fl. geta orsakað ertinguna.

Er ofnæmi algengt?

Ofnæmi er algengt meðal Íslendinga og fer vaxandi, hvers vegna er ekki vitað. Ofnæmi virðist vera ættgengt.

  • Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Oftast er nóg að lýsa einkennum og þeim aðstæðum sem orsaka ofnæmisviðbrögð fyrir lækninum. Stundum er gert húðpróf (ofnæmispróf) sem hugsanlega greinir ofnæmisvakann ef ekki er hægt að greina hann út frá sögunni. Í sumum tilfellum er tekið blóðsýni til frekari rannsókna.

Höfundur greinar