Fyrstu einkenni Alzheimer.

Fyrstu einkenni Alzheimer sjúkdómsins geta verið einstaklingsbundin en algengustu eru:

  1. Skert skammtímaminni

Muna t.d. ekki nýlegar samræður, dagsetningar og viðburði sem standa til. Treysta æ meira á minnismiða og ættingja með dagsetningar og spyrja ítrekað sömu     spurninga.

Eðlilegar breytingar með aldri eru gleyma nöfnum og stefnumótum en muna þau svo einhverju síðar.

  1. Erfiðleikar við að leysa verkefni og skipuleggja sig.

Gengur ver að fylgja verkreglum t.d. elda mat og fylgja uppskriftum og vinna með tölur eins og heimilisbókhald og reikninga. Erfiðara að einbeita sér og dagleg verk taka mikið lengri tíma en áður

Eðlilegar breytingar með aldri eru að gera einstaka mistök við umsýslu heimilisbókhalds og reikninga.

  1. Erfiðleikar með áður daglegar athafnir.

Rata ekki í þekktu umhverfi t.d. í umferðinni. Muna ekki leikreglur í spilum

Eðlilegar breytingar með aldri eru t.d. að þurfa stundum hjálp við að stilla heimilistæki eins og sjónvarp.

  1. Ruglingur á stað og stund.

Missa oftar yfirsýn yfir hvernig deginum líður, vikudögum og árstíðum og gleyma hvar maður er staddur og hvernig hann komst þangað.

Eðlilegar breytingar með aldri eru að ruglast stundum á vikudögum en átta sig á því seinna.

  1. Breytingar á rýmistilfinningu og sjón.

Geta birst sem jafnvægistruflanir, erfiðleikum að lesa, greina liti og meta fjarlægðir sem gerir erfiðara að keyra bíl.

Eðlilegar breytingar með aldri er breyting á sjón t.d vegna gláku.

  1. Erfiðleikar að koma fyrir sig orði og skrifa texta.

Erfiðar að fylgjast með og taka þátt í samræðum. Geta stoppað í miðri setningu og eiga erfitt með að halda áfram eða endurtaka sig. Finna ekki  rétt orð yfir algenga hluti og nota þá önnur orð sem eru ekki eins viðeigandi.

Eðlilegar breytingar með aldri að gleyma einstaka sinnum réttum orðum.

  1. Týna hlutum.

Hlutir lagðir frá sér á óvenjulegum stöðum t.d  lykla inni í ísskáp og geta ekki rakið athafnir sínar tilbaka til að finna hlutinn aftur. Saka aðra um að hafa stolið frá sér týndum hlutum.

Eðlilegar breytingar með aldri er að gleyma stundum hvar hlutur er lagður frá sér en geta finna

hann aftur með að rekja ferðir sínar.

  1. Skert dómgreind.

Dómgreindarleysi í ákvörðunum og ályktunum t.d. meðferð fjármála og eins hirðuleysi í líkamsumhirðu og óvenjulegar samsetningar klæðnaðs.

Eðlilegar breytingar með aldri er að gera einstaka mistök eða minni orka til að halda öllu í horfinu.

  1. Félagsleg einangrun.

Viðkomandi dregur sig úr félagslífi þar sem hann á erfiðara með að fylgjast með samræðum.

Eðlilegar breytingar með aldri er að finna oftar fyrir þreytu og stundum minni áhuga á að hitta vini og ættingja.

  1. Breyting á persónuleika og skapsveiflur.

Viðkomandi verður tortrygginn, ruglaður,þunglyndur, hræddur eða kvíðinn.  Fer oft í uppnám við minnstu breytingar og áreiti.

Eðlilegar breytingar með aldri er að koma sér upp reglu á hlutum og pirrast þegar það fer úr skorðum.

 

Heimildir:

https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/alzheimers-disease/symptoms-causes/syc-20350447

https://www.alz.org/alzheimers-dementia/10_signs

Höfundur greinar