33 viku og kúlan farin að síga?

Spurning:
Ég er 25 ára og er komin 33 v. og er það rétt miðað við að barnið er búið að skorða sig? Kúlan fór að síga um síðustu helgi. Samkvæmt sónar er ég komin 33 v. (er ekki sammála því). Þetta er annað barnið hjá mér.

Svar:
Það er sjaldgæft að börn skorði sig þetta snemma í meðgöngu en stundum finnst konum að barnið sé að skorða sig þegar kúlan fer að síga. En kúlan getur sigið af öðrum orsökum t.d. vegna slappra kviðvöðva og eins getur barnið verið í þverlegu og þá nær kúlan ekki eins hátt upp undir rifbeinin. Sónarinn hefur venjulega sæmilega rétt fyrir sér enda er miðað við að flest börn séu svipað stór um 20 vikna meðgöngu og áætlaður fæðingardagur er miðaður út frá stærðarútreikingum um það leiti. Ef þú ert eitthvað óörugg skaltu ræða þett avið ljósmóðurina þína í mæðraverndinni.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir