Bólga eftir gervihúðflúr

Spurning:

Sæl.

Ég var erlendis með vinum mínum fyrr í sumar og við fengum okkur öll gervihúðflúr (Henna) á vinstri ökklann. Maðurinn sagði að þetta entist í 2 til 3 vikur.

Nú mánuði síðar er allt farið af vinum mínum en ég er með þykkt rautt far sem er alveg eins í laginu og húðflúrið. Þetta minnir soldið á brunasár og mig klæjar ógurlega.

Auk þess er ökklinn stokkbólginn og þessa dagana ég fæ far eftir röndina (teygjuna) á vinstri sokknum en venjulega er ekkert far. Hvað á ég að gera í þessu? Getur læknir gert eitthvað við þessu? Þarf ég kannski eitthvað krem?

Með kærri kveðju.

Svar:

Komdu sæl.

Þakka þér fyrirspurnina.

Af lýsingu þinni á útliti fótsins gæti ég haldið að þú hefðir fengið ofholdgun í vefinn eftir húðflúrið og/eða ónæmisviðbrögð undan efninu sem notað var (gerist oft við notkun á rauðum lit aðallega). Ráðlegg ég þér að leita húðsjúkdómalæknis vegna kláðans og bólgunnar.

Laser-lækning ehf. býður upp á meðferð með ljós-geisla tækni sem eyðir lit húðflúrsins auk þess sem við getum unnið á þykknun í húð – ef hún er ofholdguð.
Veffangið er: www.laserlaekning.is

Bestu Kveðjur, Hrönn Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Laserlækningu.