Brjósta minnkun

Hæ, hversu gömul þarf ég að vera til þess að geta farið í brjósta minnkun? Er eitthvað aldurstakmark eða þurfa brjóstin bara að vera hætt að stækka? Hvað mæliði með að maður sé orðin gamall í minnsta lagi?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég myndi telja að aldurstakmarkið sé þegar fullum líkamsþroska er náð, en vissulega er þetta einstaklingsbundið. Ég ráðlegg þér eindregið að bóka viðtalstíma hjá lýtalækni til að fá skoðun og mat á hvaða valkostir eru fyrir hendi. Aldur er þannig einn og sér ekki fyrirstaða heldur einnig heilsa og aðrir persónulegir þættir sem geta haft áhrif.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.